Archive for Author Tinna Lind Sigurbjörnsdóttir

100 ára fullveldis afmæli 🇮🇸

Nemendur Hríseyjarskóla unnu margvísleg verkefni í tilefni af 100 ára fullveldis- afmæli Íslands. Nemendur í leikskóla bjuggu til íslenska fánann úr perlum og máluðu hann á kertakrukkur. Nemendur í 1. 2. og 4. bekk gerðu mósaíkmynd úr töppum af íslenska fánanum og Lego fána. Nemendur í 5. – 10. bekk gerðu verkefni þar sem þeir báru saman ýmislegt frá árunum 1918 og 2018, s.s. skólastarf, atvinnu, íbúafjölda og húsnæði.

Allir nemendur skólans bökuðu saman fullveldisköku sem við buðum svo upp á í Hríseyjarbúðinni. Var góð mæting og kökunni gerð góð skil.

Takk fyrir okkur!

 

 

🇮🇸 Dagur íslenskrar tungu 🇮🇸

Hríseyjarskóli bauð eyjaskeggjum brauð og súpu í tilefni dagsins. Nemendur unnu verkefni í tengslum við skýrslu sem unnin var fyrir umhverfisnefnd Akureyrar um fugla sem verpa í Hrísey 2014. Verkefnið var samþætt íslensku, náttúrufræði, myndmennt, textílmennt og upplýsingatækni. Nemendur völdu sér fugl sem þeir unnu með í hverri grein fyrir sig. Mjög góð mæting var á viðburðinn, það mættu um 55 manns og erum við mjög ánægð með áhugan á skólastarfinu og þökkum kærlega fyrir komuna. ♥️

Vél saumur og bróterí

Málað með vatnslitum

Litað með trélitum

Perlaðir fuglar Lóa, Kría og Sílamáfur

Hljóðupptökur sem nemendur unnu uppúr skýrslunum sem þau gerðu um fuglin sinn. Endilega skannið kóðann og hlustið á nemendur segja frá fuglinum sínum.

Við í Hríseyjarskóla fengum til okkar góðan gest í dag

Listakonan Amanda Maciel Antunes sem dvelur í Gamla – Skóla kom og heilsaði uppá nemendur í hreyfi-stundar tímanum í dag. Hún fékk þau með sér í skemmtilegt verkefni sem hún kallar „Exquisite Corpse„, sem er eins konar framhalds mynd. Hún skipti nemendum í 3 hópa og fékk hver hópur að teikna og lita einn part af veru sem þau fengu að ráða hvernig liti út. Afrakstur verkefnisins voru þrjár furðuverur sem við komum fyrir uppá vegg í holinu í skólanum. Nemendur skemmtu sér vel við þessa vinnu og mun hún kíkja aftur við næsta þriðjudag með nýtt verkefni. Við bíðum spennt eftir því.