Starfsáætlun nemenda

Starfsáætlun nemenda Skólaárið hjá nemendum afmarkast af skólasetningu 21/8 og skólaslitum 31/5.

Dagskrá þessara daga er auglýst sérstaklega. Skólaleikar í upphafi skólaársins Húnaferð 30. ágúst

Fjölskyldufundir verða í upphafi skólaárs 5. og 6. september, viðtöl verða í desember að loknu námsmati.

Kennsla er alla dagana en foreldrar boðaðir á fund eftir kennslu og í eyðum.

Dagur læsis er 8/9 venja er að nemendur í eldri deild lesi ljóð eða smásögur fyrir farþega í Hríseyjarferjunni Sævari. Yngri nemendur lesa fyrir börnin á leikskólanum Samræmdu prófin eru í september (sjá nánar í skýringum með skóladagatali).

Haustfrí er 18/10 og 19/10 í leik og grunnskóladeild.

Skipulagsdagar á skólatíma verða 17 /10, 7/12, 3/1 , 6/3, og 17/5 Dagur íslenskrar tungu er 16/11 en haldinn hátíðlegur og er að því tilefni boðið til hátíðar í sal íþróttamiðstöðvarinnar.

 Námsmat er 3.-6. desember og 22- 24 maí. Námsmat fer fram í fyrstu tímum á morgnana og hefðbundin kennsla að því loknu. Þar sem mat á námsárangri nemenda byggir einnig á símati þá er alltaf verið að meta verkefni, próf og annað sem er í gangi á hverjum tíma. Nemendur meta sjálfir ýmsa vinnu s.s. árshátíðarundirbúning, blaðavinnu o.fl.

Litlu jólin 20/12, samvera með umsjónarkennara í stofu, dansað í kringum jólatré, foreldrar/forráðamenn mæta og taka þátt í athöfninni. Jólafrí grunnskóladeildar hefst að loknum litlu jólunum.

Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá föstudaginn 4/1 2019. Þorrablót er haldið í skólanum á bóndadag 18 janúar, eldri nemendur flytja m.a. annál skólaársins og kennarar skemmta nemendum.

Vetrarfrí er 7.-8. mars í leik og grunnskóladeild.

Samræmd próf í 9. bekk 12. mars íslenska, 13. mars stærðfræði, 14.mars enska.

Árshátíð skólans er á laugardagin 13. apríl Mikil vinna er við undirbúning árshátíðar og taka allir nemendur skólans þátt. Árshátíðin er ein aðal fjáröflun nemendaráðsins, hluti ágóðans rennur í vorferðalag nemenda og restin í ferðasjóð nemenda (samkv. reglum um ferðasjóð Hríseyjarskóla)

Nemendur gefa út skólablaðið Hrís, skrifa greinar, taka viðtöl, selja styrktarlínur og sjá um prentun og allt umstang. Blaðið kemur út daginn fyrir árshátíð.

Páskafrí hefst 14. apríl og lýkur 22. apríl 2019

13.-16. maí eru námsmatsdagar. Á 3ja til 5 ára fresti fara elstu nemendur í ferð til Danmerkur. Í ár verður farið 20. -24. maí.

Vorferð yngri nemenda verður farin 22.-23. maí. Gist er í eina nótt. Lambaferð í fyrir börnin á leikskóladeildinni og 1. og 2. bekk.

Útivist, útikennsla og grenndarkennsla fléttast inn allt skólaárið eftir því sem markmið segja til um en í lok skólaársins eru uppbrotsdagar sem að miklu leyti fara fram utandyra.

Skólaslit eru 31. maí og útskrift úr leikskóla. Foreldrafélagið býður upp á grillaðar pylsur.