Heilsueflandi grunnskóli

Hríseyjarskóli er nú kominn í hóp heilsueflandi skóla á Íslandi. Helstu markmið heilsueflandi skóla eru að skapa skólaumhverfi sem stuðlar að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks í samvinnu við heimili og nærsamfélag. Óskað var eftir fulltrúum í heilsunefnd og þar sitja:


Theodóra Kristjánsdóttir – fulltrúi leikskólans
Díana Björg Sveinbjörnsdóttir – fulltrúi starfsfólks
Huldís Ósk Hannesdóttir – fulltrúi starfsfólks
Heimir Sigurpáll Árnason – fulltrúi nemenda 
Brynjólfur Bogason – fulltrúi nemenda 
Adam Domanski – fulltrúi nemenda 
Arnór Breki Guðmundsson – fulltrúi nemenda 
Patrekur Ingólfsson – fulltrúi nemenda 
Jóhann Narfi Narfason – fulltrúi nemenda 
Vantar  – fulltrúi foreldra

Næstu skref nefndarinnar eru að búa til heilsustefnu þar sem horft er á allt skólasamfélagið í heild og kynna hana vel.
Fyrstu áhersluþættirnir sem við munum innleiða eru geðrækt, hreyfing/öryggi, lífsleikni og mataræði/ tannheilsa. Við munum taka þátt almennings íþróttaátökum og síðustu tvær vikurnar hafa nemendur og starfsfólk tekið þátt í lífshlaupinu, sem er skemmtilegt verkenfi á vegum ÍSÍ.