Lífríkið við Hrísey

Í framhaldi af Eramus+ verkefninu Island Schools brauð Erlendur kafari hjá Strýtunni okkur að taka þátt í samstarfsverkefni um lífríkið í kringum Hrísey. Ákveðið var að nemendur í 5. – 10. bekk munu taka þátt í verkefninu og fengum við til liðs við okkur Lindu Maríu Ásgeirsdóttur frá Ferðamálafélagi Hríseyjar.