Gestanemendur

Reglulega fáum við óskir um að taka tímabundið á móti gestanemendum í Hríseyjarskóla. Við reynum eftir fremsta megni að verða við þeim beiðnum, enda er það skemmtilegt fyrir bæði nemendur og starfsfólk Hríseyjarskóla að sjá ný andlit og gefandi að sýna öðrum okkar skóla og heyra frá þeirra skóla. 

Mikilvægt er að óska eftir leyfi fyrir gestanemendur með nokkurra daga fyrirvara og er það gert með því að senda beiðni á skólastjóra (thorarno@akmennt.is). Stundum eru aðstæður í skólastarfi þannig að það er erfitt að taki á móti gestanemendum og því er það í höndum skólastjóra að meta hverja umsókn eftir aðstæðum. Helstu reglur sem gilda um gestanemendur eru að þeir taki þátt í skólastarfinu og fari eftir skólareglum Hríseyjarskóla. Við óskum eftir því að gestanemendur á grunnskólaaldri mæti með eigið námsefni en taki einnig þátt í hópverkefnum og starfinu hverju sinni. Séu gestanemendur á leikskólaaldri er staðan metin í samráði við foreldra.

Ef sérstakar ástæður skapast og óskað er eftir lengri námsdvöl þarf að sækja um hana til sveitarfélagsins vegna kostnaðarþátttöku lögheimilissveitarfélags, að höfðu samráði við skólastjóra.