Skólabókasafnið

Skólabókasafnið er samrekið með Bókasafni Hríseyjar. 
Á síðustu árum hefur safnið og safnkosturinn tekið miklum breytinum. Búið er að flytja bókasafnið á jarðhæð skólans og verið er að vinna í því að tengja safnkostinn í tölvukerfið Leitir (sjá www.leitir.is), þannig að hægt verði að leita að efninu okkar á netinu. 
Nemendur og starfsfólk Hríseyjarskóla hafa tekið þátt í breytingunum og er markmiðið að kenna nemendum á markvissan hátt að nota bókasafnið sér til upplýsingaröflunar og yndislesturs. Lestrarátak hófst í öllum skólum landsins nú í haust og hefur Hríseyjarskóli svo sannarlega tekið þátt í því með góðum árangri. Markmið bókasafnsins er að örva áhuga nemenda á lestri bóka, bæði sér til skemmtunar og fróðleiks, og skapa góða og þægilega lestrar- og námsaðstöðu fyrir nemendur.