Foreldrafélag

Lög foreldrafélags Hríseyjarskóla

 

  1. gr.
    Félagið heitir Foreldrafélag Hríseyjarskóla. Heimili þess og varnarþing er í Hrísey.

  2. gr.
    Félagar eru allir foreldrar og forráðamenn barna í Hríseyjarskóla.

  3. gr.
    Tilgangur félagsins er að hlúa að starfi skólans, efla tengsl milli heimila og skólans og hafa forgöngu í félagslífi sem stuðlar að þátttöku foreldra og barna í Hríseyjarskóla.

  4. gr.
    Aðalfund félagsins skal halda fyrir skólaslit ár hvert og skal hann boðaður með minnst viku fyrirvara. Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað.

  5. gr.
    Stjórn félagsins skal skipuð þremur fulltrúum foreldra og þremur til vara, sem kosnir eru á aðalfundi. Varastjórn tekur við stjórn félagsins á næsta aðalfundi eftir kjör.

    6. gr.
    Lög þessi öðlast þegar gildi. Lögum þessum má breyta með einföldum meirihluta á aðalfundi enda hafi lagabreytingar verið kynntar í aðalfundarboði.