Heilsugæsla

Heilsuvernd skólabarna í Hríseyjarskóla er á vegum Heilsugæslunnar á Dalvík, HSN. Skólahjúkrunarfræðingur er Hildigunnur Jóhannesdóttir og er með viðveru að jafnaði einn fimmtudag í mánuði.

 

Foreldrar og forráðamenn fá sent í upphafi skólaárs skipulag yfir heimsóknir skólahjúkrunarfræðings en þar sem alltaf er möguleiki á breytingum er bent á að fá tímasetningar staðfestar í skólanum eða á Heilsugæslustöð í síma: 432-4400. Einnig er nauðsynlegt að bóka tíma fyrir fram eða senda erindi beint til skólahjúkrunarfræðings sem finnur þá hentugan tíma.

Sjá nánar

Netfang skólahjúkrunarfræðings er: hildigunnur.johannesdottir@hsn.is og sími 432-4400.