Leikskóladeild

Hríseyjarskóli er samtekinn leik- og grunnskóli og leikskóladeildin heitir Smábær. Veturinn 2023 – 2024 eru 6 nemendur á aldrinum 1 – 6 ára. Í Smábæ er líflegt og skemmtileg starf unnið og í hverri viku er farið í málörvun, lubbastund, hreyfingu í íþróttahúsinu, listasmiðju og útiveru svo fátt eitt sé nefnt.

Hríseyjarskóli er Heilsueflandi skóli og Grænfánaskóli og því er lögð áhersla á heilbrigða lífshætti og umhverfisvitund í Smábæ.

Smábær er opinn frá 07:45 – 16:00 alla virka daga. Öll pláss eru seld með morgunmat, hádegismat og síðdegishressingu, við fáum mat sendan úr skólamötuneytinu alla virka daga. Þar er einn starfsmaður í fullu starfi og tveir í hlutastarfi. Smábær notast við Karellen skráningarkerfið.

Hægt er að sækja um leikskólapláss með því að hafa samband við skólastjóra í síma: 466-1763 eða senda póst á netfangið: thorarno@akmennt.is

Einkunnarorð Hríseyjarskóla eru Manngildi – Þekking- Metnaður.