Myndbönd

https://www.youtube.com/embed/xS5HemO60dA

Aprílfréttir Hríseyjarskóla 2021


https://youtu.be/2hsu5auXtCc

Í haust opnaði leikskóladeildin okkar aftur. Nú eru 7 börn á leikskólanum og þar er líf og fjör alla daga.


https://www.youtube.com/watch?v=VlBmX5ZyEao

Í Hríseyjarskóla eru Sudburyvikur tvisvar á hverju skólaári þar sem nemendur velja sér viðfangsefni út frá áhugasviði, setja sér markmið og skipuleggja sína viku.


https://www.youtube.com/embed/EofddWgV6iU

September hefur verið viðburðaríkur og skemmtilegur í Hríseyjarskóla. Vegna aðstæðna í samfélaginu höfum við verið í minni tengslum við foreldra og samfélagið en við myndum annars vilja, því var ákveðið að taka það helsta saman í um 5 mínútna fréttatíma. Nemendur í miðdeild höfðu umsjón með fréttatímanum.


https://youtu.be/d0EiocmZOY8

Undanfarin ár hefur Hríseyjarskóli unnið að því að breyta kennsluháttum skólans með það að leiðarljósi að efla ábyrgð nemenda á sínu námi og undirbúa þau fyrir frekara nám og störf í framtíðinni. Nú hefur Leiðtogar í eigin námi fest sig í sessi og er orðinn eðlilegur hluti af skólastarfinu og því ákváðum við að búa til kynningarmyndband sem sýnir hvernig starfið er innan skólans. Myndbandið unnu nemendur og starfsfólk í sameiningu.