Archive for 8. nóvember, 2021

Skólaþing

Skólaþing var haldið sl. fimmtudag í Hríseyjarskóla.

Við byrjuðum á sal þar sem Þórunn skýrði frá fyrirkomulaginu og skipti öllum í tvo hópa. Fjögur ungmenni voru fyrirfram búin að bjóðast til þess að vera hópstjórar og ritarar og leiddu þau hópa sína. Umræðuefnin voru að þessu sinni skólareglurnar og einkunnarorð skólans og ræddu hóparnir þessi málefni og fengu sér síðan hressingu en Helena bakaði handa okkur vöfflur. Að lokum kynntu hópstjórar og ritarar niðurstöður sinna hópa og í stuttu máli stungu báðir hópar upp á breytingum á einkunnarorðum skólans og skólareglunum.

Dagskrá þingsins var eftirfarandi:

  1. Setning
  2. Einkunnarorð og skólareglur unnið í hópum
  3. Hlé – hressing
  4. Samantekt og kynning
  5. Þingslit

Markmið þingsins var að nemendur, foreldrar, starfsfólk og aðrir áhugasamir fengju tækifæri til að ræða saman um skólann og taka þátt í að móta stefnu skólans með því að  koma hugmyndum sínum á framfæri á lýðræðislegan hátt.

Við þökkum öllum sem mættu kærlega fyrir komuna og þátttökuna. Í framhaldinu verður unnið með niðurstöður þingsins og verða þær væntanlega tilbúnar fyrir jól.