Archive for 25. maí, 2022

Grænfáninn í Hríseyjarskóla

Síðastliðinn föstudag 20. maí fékk Hríseyjarskóli afhentan Grænfánann í 6. skipti. Fulltrúar frá Landvernd heimsóttu skólann og afhentu okkur fánann, að þessu sinni fengum við ekki fána heldur skjöld sem festur verður á skólann. Í umsögn segir að skólastarfið sýni að unnið sé að menntun til sjálfbærni út frá mörgum vinklum og fjölmörg verkefni sem hafa verið unnin síðustu ár rýma mjög vel við grænfánastarfið.

Skólar á grænni grein, grænfánaverkefnið er alþjóðlegt umhverfismenntar verkefni sem rekið er af Landvernd á Íslandi. Markmið verkefnisins er að auka umhverfismennt, menntun til sjálfbærni og að styrkja umhverfisstefnur skóla. Verkefnið er stærsta umhverfismennta verkefni í heimi og er haldið úti af samtökum Foundation for Environmental Education.

 

Hollenskir nemendur frá Vlieland heimsækja Hríseyjarskóla

Hríseyjarskóli í samstarfi við Háskólann á Akureyri tekur þátt í Erasmus+ verkefninu Island Schools/ iSHRINK. Verkefninu er ætlað að koma á tengslum eyjaskóla í Evrópu og stuðla að samstarfi þeirra á milli um nýsköpun í menntun með áherslu á viðfangsefni tengd sjálfbærni.

Þessa önn hafa nemendur í 5.-10. bekk Hríseyjarskóla unnið verkefni með nemendum úr De Jutter skólanum á hollensku eyjunni Vlieland um plastmengun í hafi. Nemendur skólanna hafa unnið verkefni undanfarnar 8 vikur í gegnum netið en í þessari viku komu 13 hollenskir nemendur auk þriggja kennara til Hríseyjar þar sem nemendur skólanna hittust, unnu saman verkefni, kynntust hvoru öðru, skoðuðu Hrísey, kepptu í íþróttum, fóru í hvalaskoðun og skemmtu sér saman.

Á sama tími komu fulltrúar úr stjórn verkefninsins frá Grikklandi og Hollandi til Íslands. Þau heimsóttu Hrísey og funduðu um framhald verkefnisins í Háskólanum á Akureyri ásamt fulltrúum frá Skotlandi og Spáni sem voru í fjarfundi.

Fjallað var um verkefnið í 10 fréttum RÚV í gærkvöldi
https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/tiufrettir/30763/9kjpeq (sjá mín 05:50)

Vefsíða verkefnisins:
https://www.islandschools.eu

Facebook síða verkefnisins:
https://www.facebook.com/islandschools

Umfjöllun um verkefnið á vef Háskólans á Akureyri:
https://www.unak.is/is/samfelagid/frettasafn/frett/ad-virkja-svaedisbundna-nyskopun-til-menntunar

 

Könnun um rusl og endurvinnslu

Nemendur í 5. – 10. bekk Hríseyjarskóla taka þátt í Eramus+ verkefni með eyjum við Holland, Skotland og Grikkland. Þessa önnina erum við að vinna saman verkefni um plastmengun í hafi og út frá því höfum við verið að skoða sorpmál í Hrísey fyrr og nú og biðjum ykkur að svara nokkrum spurningum til þess að gefa okkur betri mynd af stöðunni.
Við erum forvitin að vita hvort Hríseyingar séu almennt meðvitaðir um umhverfismál og duglegir að flokka.
Könnunin er nafnlaus og ekki er hægt að rekja svörin.
Hér er hlekkur á könnunina:

 https://forms.gle/y8UDcDVAKXN1f7NQA

Krummaverkefni

Fyrir páska unnum við nemendur í 1. – 5. bekk  verkefni um hrafninn. Við unnum í vinnubók, ræddum saman og fræddumst um þennan fallega fugl.

Við höfum verið að fylgjast með Hrafni og Hrefnu í BYKO á Selfossi. Hrefna var með sex egg og fimm eru búin að klekjast út. Þið getið fylgst með Hrafni og Hrefnu inn á https://byko.is/krummi við hlökkum til að sjá hvort þau komi aftur að ári.

 

Um hrafninn:

Hrafninn er staðfugl og dvelur á Íslandi allt árið. Hrafninn er stór fugl, vænghafið er 120 cm til 150 cm og lengdin um 64 cm þeir eru um 1.5 kg.  Þeir gera hreiður sem er kallaður er laupur úr ýmsu drasli eins og vírum, spottum og bara nánast hverju sem er. Hrafninn verpir 4-6 eggjum sem eru grænblá.

Hrafnin getur verið  árásargjarn,  þeir  eru alætur en finnst gott að borða fitu og kjöt. 

 

Patrekur, 5. bekk og Anna Viola, 4. bekk