Archive for nóvember 23, 2020

Sudburyvikur

Þá er komið að næsta fréttatíma Hríseyjarskóla og að þessu sinni er viðfangsefni Sudburyvikur. Í Hríseyjarskóla eru Sudburyvikur tvisvar á hverju skólaári þar sem nemendur velja sér viðfangsefni út frá áhugasviði, setja sér markmið og skipuleggja sína viku.


Dagur mannréttinda barna

Dagur mannréttinda barna var föstudaginn 20. nóvember og í tilefni dagsins skoðuðum við barnasáttmálann og nýja heimasíðu hans https://www.barnasattmali.is/ 
Nemendur gerðu einnig hárbönd sem eiga að fara til Gambíu í Afríku ásamt fötum á börnin sem saumaklúbbur hefur verið að sauma á þau. Með þessu vildum við sýna að hægt er að gera ýmislegt gagnlegt þó ekki sé um beinar peningagjafir að ræða.

Dagur gegn einelti

Þann 8. nóvember er dagur gegn einelti en að þessu sinni lenti hann á sunnudegi og því fluttum við hann til mánudagsins 9. nóvember. Skólar eru hvattir til að standa fyrir fræðslu, viðburðum eða táknrænum atburðum sem hvetja til jákvæðra samskipta og efla vináttu og deila myndum á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #dagurgegneinelti. Við í Hríseyjarskóla ræddum saman um hvað er einelti og fórum síðan út og mynduðum hring í kringum skólann okkar sem tákn samstöðu og vináttu.