Archive for 5. júní, 2020

Kynningarmyndband um Hríseyjarskóla

Undanfarin ár hefur Hríseyjarskóli unnið að því að breyta kennsluháttum skólans með það að leiðarljósi að efla ábyrgð nemenda á sínu námi og undirbúa þau fyrir frekara nám og störf í framtíðinni. Nú hefur Leiðtogar í eigin námi fest sig í sessi og er orðinn eðlilegur hluti af skólastarfinu og því ákváðum við að búa til kynningarmyndband sem sýnir hvernig starfið er innan skólans. Myndbandið unnu nemendur og starfsfólk í sameiningu.

Brettavöllur við Hríseyjarskóla

Nú hefur verið settur upp hjóla-/brettavöllur við Hríseyjarskóla. Miklar framkvæmdir voru á skólalóðinni í maí við jarðvegsskipti, malbikun og uppsetningu vallarins. Framkvæmdin var unnin í samstarfi við Hverfisráð Hríseyjar sem hefur fengið ráðstafað framkvæmdafé frá Akureyrarbæ undanfarin ár. Við hjá Hríseyjarskóla fögnum þessari framkvæmd og vonum að völlurinn nýtist vel jafnt íbúum sem gestum eyjarinnar. Jafnframt biðjum við alla að ganga vel um svæðið og nota viðeigandi hlífðarbúnað.