Archive for maí 20, 2021

Árshátíð Hríseyjarskóla

Verið velkomin á beint streymi frá árshátíðinni okkar laugardaginn 22. maí kl. 14:00.

Smellið hér fyrir hlekk inn á beint streymi sem hefst kl. 13:45

Miðaðverð í sal er 1.000 kr. en fyrir hvert tæki sem tengist streyminu kostar það 2.000 kr. þar sem nokkrir geta verið saman að horfa. Miðaverð rennur í ferðasjóð nemenda Hríseyjarskóla.

kt. 681088-3429
0177-05-403861
Streymi: 2.000 kr.

Góða skemmtun!

Grænfáninn

Undanfarin ár hefur grænfánanefndin legið í dvala hjá okkur þó svo að við höfum unnið með náttúruna og sjálfbærni. Nú á dögunum kölluðum við grænfánanefndina aftur til starfa og þar voru fyrstu skrefin stígin í þá átt að flagga aftur grænfána við Hríseyjarskóla. Þar sem áhugi var mikill meðal nemenda var ákveðið að kjósa ekki heldur bjóða öllum áhugasömum nemendum að vera í grænfánanefndinni út skólaárið og munum við funda vikulega fram að skólaslitum. Það er gaman að sjá hversu margir eru áhugasamir og tækifærin til að gera vel í umhverfismálum eru víða.