Archive for nóvember 30, 2018

100 ára fullveldis afmæli 🇮🇸

Nemendur Hríseyjarskóla unnu margvísleg verkefni í tilefni af 100 ára fullveldis- afmæli Íslands. Nemendur í leikskóla bjuggu til íslenska fánann úr perlum og máluðu hann á kertakrukkur. Nemendur í 1. 2. og 4. bekk gerðu mósaíkmynd úr töppum af íslenska fánanum og Lego fána. Nemendur í 5. – 10. bekk gerðu verkefni þar sem þeir báru saman ýmislegt frá árunum 1918 og 2018, s.s. skólastarf, atvinnu, íbúafjölda og húsnæði.

Allir nemendur skólans bökuðu saman fullveldisköku sem við buðum svo upp á í Hríseyjarbúðinni. Var góð mæting og kökunni gerð góð skil.

Takk fyrir okkur!

 

 

🇮🇸 Dagur íslenskrar tungu 🇮🇸

Hríseyjarskóli bauð eyjaskeggjum brauð og súpu í tilefni dagsins. Nemendur unnu verkefni í tengslum við skýrslu sem unnin var fyrir umhverfisnefnd Akureyrar um fugla sem verpa í Hrísey 2014. Verkefnið var samþætt íslensku, náttúrufræði, myndmennt, textílmennt og upplýsingatækni. Nemendur völdu sér fugl sem þeir unnu með í hverri grein fyrir sig. Mjög góð mæting var á viðburðinn, það mættu um 55 manns og erum við mjög ánægð með áhugan á skólastarfinu og þökkum kærlega fyrir komuna. ♥️

Vél saumur og bróterí

Málað með vatnslitum

Litað með trélitum

Perlaðir fuglar Lóa, Kría og Sílamáfur

Hljóðupptökur sem nemendur unnu uppúr skýrslunum sem þau gerðu um fuglin sinn. Endilega skannið kóðann og hlustið á nemendur segja frá fuglinum sínum.

Sudburyvika í Hríseyjarskóla

Hríseyjar- og Grímseyjarskóli hafa unnið að sameiginlegu þróunarverkefni „Leiðtogar í eigin námi“ síðan 2016. Út frá þessu verkefni kviknaði hugmyndin að halda svokallaðar Sudbury vikur í skólunum sem er í  anda Sudbury Valley School í Bandaríkjunum en eftir þeirri hugmyndafræði er unnið í rúmlega 60 skólum víðsvegar um heiminn. Samkvæmt þeirri hugmyndafræði skipuleggja nemendur sitt eigið nám út frá sínum áhugamálum í eina viku, setja upp stundarskrá sem þau tengja við lykilhæfni aðalnámskrár. Þau þurfa einnig að finna leiðir til að leysa viðfangsefnin sem þeir völdu, taka lýðræðislegar ákvarðanir í félagi við starfsmenn skólanna og vinna á sínum forsendum. Núna stendur yfir fjórða Sudbury vikan og eru nemendur Grímseyjarskóla í Hrísey að þessu sinni og taka þátt í vikunni. Það sem er öðruvísi við þessa viku er að nú er henni skipt upp með helgi þ.e. tveir dagar í síðustu viku og þrír í þessari einnig máttu nemendur á unglingastigi mæta seinna á morgnana eða á milli 08.00 og 10.00 og vera þá lengur á daginn en enginn hefur nýtt sér þann kost.

Hér má sjá ýmis verkefni sem unnið er að í yfirstandandi Sudbury viku í skólanum. Búið er að tjalda á sal skólans og hýsir tjaldið slímverksmiðju og verslun, nuddstofa er upp á efri hæðinni, stúdíó í einni stofunni og heilmikil listsköpun í handmenntastofunni.  Frábært að sjá hvað krakkarnir eru að njóta sín og gera frábæra hluti.