Archive for Uncategorized

Árshátíð Hríseyjarskóla

Verið velkomin á beint streymi frá árshátíðinni okkar laugardaginn 22. maí kl. 14:00.

Smellið hér fyrir hlekk inn á beint streymi sem hefst kl. 13:45

Miðaðverð í sal er 1.000 kr. en fyrir hvert tæki sem tengist streyminu kostar það 2.000 kr. þar sem nokkrir geta verið saman að horfa. Miðaverð rennur í ferðasjóð nemenda Hríseyjarskóla.

kt. 681088-3429
0177-05-403861
Streymi: 2.000 kr.

Góða skemmtun!

Grænfáninn

Undanfarin ár hefur grænfánanefndin legið í dvala hjá okkur þó svo að við höfum unnið með náttúruna og sjálfbærni. Nú á dögunum kölluðum við grænfánanefndina aftur til starfa og þar voru fyrstu skrefin stígin í þá átt að flagga aftur grænfána við Hríseyjarskóla. Þar sem áhugi var mikill meðal nemenda var ákveðið að kjósa ekki heldur bjóða öllum áhugasömum nemendum að vera í grænfánanefndinni út skólaárið og munum við funda vikulega fram að skólaslitum. Það er gaman að sjá hversu margir eru áhugasamir og tækifærin til að gera vel í umhverfismálum eru víða.

Lubbaspilið á Smábæ

Í ný liðinni Sudbury viku á vorönn 2021 vann Patrekur í 4. bekk skemmtilegt verkefni með aðstoð Júlíu og leikskóladeildar. Gefum Patreki Ingólfssyni orðið:

,,Í Sudbury vikunni var ég að reyna að finna verkefni til að vinna og ákvað að gera verkefni með elstu börnunum í leikskólanum. Ég ætlaði að byrja á þessu verkefni en það frestaðist mikið. Ég ákvað að búa til Lubba spil sem leikskólabörnin geta svo notað í starfinu. Ýmis vandamál komu upp við gerð spilsins en ég lærði heilmikið á því. Spilið er gert úr endurnýttum efnivið sem ég fann og ákvað að nýta t.d. plötu úr timbri, plasttöppum úr ragmagnsdósum, legokörlum, pappaboxi utan af skrúfum svo eitthvað sé nefnt“.

Elstu börnin hafa prófað að spila spilið í Lubbastund sem er tvisvar í viku. ,,Ég kenndi svo krökkunum í Lubbastund spilið og fylgdist með þeim spila en það var einmitt það sem mér fannst skemmtilegast við ferlið; að sjá þau spila. Ég bauð gestanemanda að vera með okkur sem hafði gaman af þó hann hafi ekki búið það til með okkur“.

Spilið heitir Lubbaspilið á Smábæ og er teningaspil sem gengur út á að æfa málhljóðin. Virkilega skemmtilegt verkefni sem nýtist vel í málörvunstundum á Smábæ. 

Patrekur með Lubbaspilið
Patrekur með Lubbaspilið
Nemendur spila Lubbaspilið

Skólahald eftir páska

Skólahald í Hríseyjarskóla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 6. apríl og leikskólinn verður opnaður kl. 07:45.

Við minnum á almennar sóttvarnir og mikilvægi þess að halda börnum heima ef þau eru veik eða með einkenni um veikindi. Skólinn verður lokaður foreldrum og öðrum utanaðkomandi aðilum til 15. apríl. Nánari upplýsingar verða sendar til foreldra í tölvupósti.

Sudburyvikur

Þá er komið að næsta fréttatíma Hríseyjarskóla og að þessu sinni er viðfangsefni Sudburyvikur. Í Hríseyjarskóla eru Sudburyvikur tvisvar á hverju skólaári þar sem nemendur velja sér viðfangsefni út frá áhugasviði, setja sér markmið og skipuleggja sína viku.


Dagur mannréttinda barna

Dagur mannréttinda barna var föstudaginn 20. nóvember og í tilefni dagsins skoðuðum við barnasáttmálann og nýja heimasíðu hans https://www.barnasattmali.is/ 
Nemendur gerðu einnig hárbönd sem eiga að fara til Gambíu í Afríku ásamt fötum á börnin sem saumaklúbbur hefur verið að sauma á þau. Með þessu vildum við sýna að hægt er að gera ýmislegt gagnlegt þó ekki sé um beinar peningagjafir að ræða.

Dagur gegn einelti

Þann 8. nóvember er dagur gegn einelti en að þessu sinni lenti hann á sunnudegi og því fluttum við hann til mánudagsins 9. nóvember. Skólar eru hvattir til að standa fyrir fræðslu, viðburðum eða táknrænum atburðum sem hvetja til jákvæðra samskipta og efla vináttu og deila myndum á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #dagurgegneinelti. Við í Hríseyjarskóla ræddum saman um hvað er einelti og fórum síðan út og mynduðum hring í kringum skólann okkar sem tákn samstöðu og vináttu.

« Older Entries