Archive for 8. október, 2019

Ávaxtasending frá Hríseyjarbúðinni

Nemendur og starfsfólk Hríseyjarskóla tók þátt í átakinu Göngum í skólann í september. Við vorum dugleg að koma gangandi eða hjólandi í skólann og auk þess stóðum við fyrir gönguferð um þorpið tvisvar sinnum í viku. Í síðustu viku lukum við átakinu með því að ganga saman Hringinn og fengum glæsilega ávaxtasendingu í boði Hríseyjarbúðarinnar. Elstu nemendur skólans skáru niður ávextina og allir fengu ávexti saman. Við þökkum Hríseyjarbúðinni kærlega fyrir glæsilega sendingu.

Lestrarátak

Þessa dagana stendur yfir lestrarátak í Hríseyjarskóla. Allir taka þátt, nemendur og starfsfólk og nú er lesið öllum stundum um allan skóla. Allir hafa fengið uppgefnar hve margar blaðsíður þeir eiga að lesa og ef öllum tekst að ná sínu markmiði verður pítsaveisla þriðjudaginn 15. október.