Það er margt spennandi framundan í skólastarfinu. Í desember hefst lotan gagnrýnin hugsun og auk þess verður jólabragur yfir skólastarfinu. Nemendur í 3. – 10. bekk ljúka síðustu lotu með rafrænum nemendakynningum og kynna hvað þau lærðu í síðustu lotu og setja sér markmið fyrir þá næstu.
Jólahefðirnar verða á sínum stað, búið er að mála gluggana og framundan eru jólahúfudagur, jólapeysdagur, jólaföndur, jólabakstur, jólagjöf til foreldra útbúin og skorið út í laufabrauð og málaðar piparkökur.
Skipulag Smábæjar er að sjálfsögðu komið hér á síðuna og að venju verður farin aðventuferð á Verbúðina þar sem börnin fá kakó og hafa það notalegt.
Litlu jólin verða 20. desember og tímasetning auglýst þegar nær dregur.