Athygli er vakin á uppfærðu skóladagatali.
- Lagt var til að árshátíðin verði færð frá 9. maí til laugardagsins 24. maí. Óskuðu kennarar eftir því til þess að nemendur fengu lengri undirbúningstíma.
- Við gerð síðasta skóladagatals var lagt upp með að fræðsluferð starfsfólk yrði í kringum vetrarfríið en það gekk ekki eftir. Ferðin færist til 23. – 27. apríl og því var lögð fram sú breyting að starfsdagurinn sem áætlaður var 10. mars færist til 23. apríl og starfsdagurinn sem settur var 30. maí færist til 25. apríl. Breytingarnar voru samþykktar í skólaráði og á fundi hjá Fræðslu- og lýðheilsusviði Akureyrarbæjar og taka gildi nú þegar.