Archive for 16. október, 2025

Ferð á Grunnskólamótið á Laugum

Nemendur í 6. til 9. bekk í Hríseyjarskóla fóru á grunnskólamótið á Laugum. Við fórum í ferjuna klukkan 11 og skiptumst svo í tvo bíla. Á leiðinni á Laugar sóttum við tvo aukaliðsmen. Þegar við vorum mætt á Laugar klukkan 12:30 þá fengum við grjónagraut.

Eftir hádegismatinn þurftum við að drífa okkur að undirbúa okkur fyrir þrautabrautina. Við fundum okkur góð sæti efst uppi og gerðum okkar svæði frekar huggulegt. Ragna keppti í þrautabrautinni en Sonja bættist við því það vantaði einn annan keppanda. Síðan var smá bið, nokkrir fóru í sjoppuna eða hittu vini sína. Þá var komið að Dodgeball, krakkarnir voru í blönduðu liði með Patta, Jóni, Rögnu, Sonju, Önnu og Margréti og þau kepptu á móti strákaliðum. Þau töpuðu báðum leikjunum en þeim fannst þetta rosalega gaman. Við kepptum líka í körfubolta og blaki, okkur gekk vel í körfuboltanum unnum riðilinn okkar en töpuðum í undanúrslitum. Eftir það var hægt að fara frítt í sund í boði sundlaugarinnar, nokkrir nýttu sér það.

Eftir keppnina fengum við kjúklingaborgara og franskar og síðan var feluleikur um allan skólann. Þeir sem unnu feluleikinn fengu sleikjó. Svo var matsalnum breytt í dansgólf og það var ball, sumir voru á ballinu en hinir voru í lauginni sem er leikjasalur með pingpongi og tölvuleikjum. Ferðin var skemmtileg og mikið stuð á leiðinni heim.

 

Bryndís Petra, 6. bekk

Sonja Líf 9. bekk

Ferðaskrifstofan Hrísey ferðir

September þemað hjá okkur var sjálfbærni og landafræði og nemendur í 6.-9. bekk bjuggu til ferðaskrifstofu og héldu nafna- og merkjasamkeppni. Ferðaskrifstofan fékk nafnið Hrísey ferðir og allir völdu sér land til að fræðast um. Við  tengdum verkefnið í flest fög eins og íslensku, ensku, dönsku, UT, stærðfræði og fleira. Í íslensku gerðum við t.d. plaköt í ensku gerðum við meðal annars bæklinga um landið okkar og í UT gerðum við nafnspjöld og merki ferðaskrifstofurnar. Í stærðfræði skoðuðum við verð á flugi, gistingu og afþreyingu. Við gerðum tilboðspakka fyrir fjölskyldur og einstaklinga. Í lok þemans opnuðum við ferðaskrifstofuna miðvikudaginn 1. október í Fjarbúðinni klukkan 9. Hægt var að hringja eða mæta til að kynna sér starfsemi ferðaskrifstofunar og panta ferðir. Við seldum helling af ferðum og fengum mikið af pöntunum, og viðskiptavinir voru ánægðir með góð kjör og fjölbreyttar ferðir. Við lokuðum ferðaskrifstofunni klukkan 10 og pökkuðum saman. Okkur fannst vinnan við ferðaskrifstofuna skemmtilegt og áhugavert verkefni.

 

Johan Jörundur Rask, 6. bekk 

Patrekur Ingólfsson, 9. bekk