Archive for 15. desember, 2025

Hádegisboð og gjöf til skólans

Í tilefni Dags íslenskrar tungu buðum við foreldrum og íbúum Hríseyjar í hádegisboð í Hríseyjarskóla. Boðið var uppá dagskrá þar sem Leikskólabörnin sungu lög, strákarnir í fjórða bekk lásu úr bókinni ,,Afi minn í sveitinni” eftir Friðrik Erlingsson, nemendur í eldri deild lásu nokkur ljóð fyrir gestina og sungin voru lög við undirleik Bjarka tónlistarkennara.

Systkinin Heimir Sigurgeirsson, Guðbjörg Sigurgeirsdóttir og Lovísa Maríu Sigurgeirsdóttir færðu okkur gjöf sem Guðlaug Elsa Jónsdóttir móðir þeirra átti og passaði vel uppá. Þetta er gömul krítartafla sem hún fékk þegar  hún byrjaði  í barnaskólanum í Hrísey. Elsa fæddist árið 1927 og bjó í Hrísey alla sína tíð.m.a Gamla-Syðstarbæjarhúsinu sem er núna hús Hákarla Jörundar,Lambhaga og Norðurvegi. Má segja að krítartaflan sé eins og Ipad í dag.

Þá var boðið var uppá blómkálssúpu og brauð að hætti matráðs og kaffi og sætan bita sem nemendur bökuðu.

Eftir matinn kvöddum við danska farkennarann og sungum ,,Danska lagið” fyrir hana. 

 

Margrét þóra. 8 bekk og Sonja Líf 9. bekk

Skólaþingið

Haustþing var haldið 4. nóvember í Hríseyjarskóla og þar var uppbyggingarstefnan kynnt, farið var yfir verkefnið „Mínu og þínu hlutverki“ og verkefnum var úthlutað til gesta þingsins. Nemendum og gestum var skipt í hópa og hver hópur fór á mismunandi stöðvar. Alls voru þrjár stöðvar og í hverjum hópi var hópstjóri og ritari. Ein stöðin var völundarhringurinn, sem hjálpar til við að finna lausnir á vandamálum. Annað verkefnið var þarfagreining þar sem rætt var um frelsi, áhrifavald, gleði, að tilheyra og öryggi. Þriðji hópurinn vann með stjörnuna, sem útskýrði hvernig þessar þarfir virka og hvernig mismunandi einstaklingar tengjast þeim. Í lokin voru boðnar vöfflur og kaffi sem allir kunnu vel að meta. Þingið gekk mjög vel og við vonumst eftir betri mætingu næst. Það var áður haldið ár hvert en er núna haldið annað hvert ár. Við hlökkum til að sjá alla aftur á næsta þingi.

Patrekur, 9. bekk.