Skólaþingið
Haustþing var haldið 4. nóvember í Hríseyjarskóla og þar var uppbyggingarstefnan kynnt, farið var yfir verkefnið „Mínu og þínu hlutverki“ og verkefnum var úthlutað til gesta þingsins. Nemendum og gestum var skipt í hópa og hver hópur fór á mismunandi stöðvar. Alls voru þrjár stöðvar og í hverjum hópi var hópstjóri og ritari. Ein stöðin var völundarhringurinn, sem hjálpar til við að finna lausnir á vandamálum. Annað verkefnið var þarfagreining þar sem rætt var um frelsi, áhrifavald, gleði, að tilheyra og öryggi. Þriðji hópurinn vann með stjörnuna, sem útskýrði hvernig þessar þarfir virka og hvernig mismunandi einstaklingar tengjast þeim. Í lokin voru boðnar vöfflur og kaffi sem allir kunnu vel að meta. Þingið gekk mjög vel og við vonumst eftir betri mætingu næst. Það var áður haldið ár hvert en er núna haldið annað hvert ár. Við hlökkum til að sjá alla aftur á næsta þingi.
Patrekur, 9. bekk.



