Desember í Hríseyjarskóla
Að venju er margt um að vera í Hríseyjarskóla í desember. Nemendur máluðu jólamyndir í gluggana og Foreldrafélagið hélt árlegt jólaföndur þar sem nemendaráð seldi vöfflur og kakó. Búið er að skreyta skólann, fara í kakóferð á Verðbúðina 66, halda jólakvöldvöku og skera út í laufabrauð. Á leikskóladeildinni er líka búið að skreyta allt hátt og lágt, skrifa jólakortin og æfa jólalögin. Framundan er jólakortagerð og jólaþema auk litlu jólanna sem verða föstudaginn 20. desember. Nemendur eiga að mæta klukkan 9 á stofujól en gestir eru velkomnir klukkan 10, þá verður dansað í kringum jólatréð.