Nemendur í 6. til 9. bekk í Hríseyjarskóla fóru á grunnskólamótið á Laugum. Við fórum í ferjuna klukkan 11 og skiptumst svo í tvo bíla. Á leiðinni á Laugar sóttum við tvo aukaliðsmen. Þegar við vorum mætt á Laugar klukkan 12:30 þá fengum við grjónagraut.
Eftir hádegismatinn þurftum við að drífa okkur að undirbúa okkur fyrir þrautabrautina. Við fundum okkur góð sæti efst uppi og gerðum okkar svæði frekar huggulegt. Ragna keppti í þrautabrautinni en Sonja bættist við því það vantaði einn annan keppanda. Síðan var smá bið, nokkrir fóru í sjoppuna eða hittu vini sína. Þá var komið að Dodgeball, krakkarnir voru í blönduðu liði með Patta, Jóni, Rögnu, Sonju, Önnu og Margréti og þau kepptu á móti strákaliðum. Þau töpuðu báðum leikjunum en þeim fannst þetta rosalega gaman. Við kepptum líka í körfubolta og blaki, okkur gekk vel í körfuboltanum unnum riðilinn okkar en töpuðum í undanúrslitum. Eftir það var hægt að fara frítt í sund í boði sundlaugarinnar, nokkrir nýttu sér það.
Eftir keppnina fengum við kjúklingaborgara og franskar og síðan var feluleikur um allan skólann. Þeir sem unnu feluleikinn fengu sleikjó. Svo var matsalnum breytt í dansgólf og það var ball, sumir voru á ballinu en hinir voru í lauginni sem er leikjasalur með pingpongi og tölvuleikjum. Ferðin var skemmtileg og mikið stuð á leiðinni heim.
Bryndís Petra, 6. bekk
Sonja Líf 9. bekk