Dagur gegn einelti
Þann 8. nóvember er dagur gegn einelti en að þessu sinni lenti hann á sunnudegi og því fluttum við hann til mánudagsins 9. nóvember. Skólar eru hvattir til að standa fyrir fræðslu, viðburðum eða táknrænum atburðum sem hvetja til jákvæðra samskipta og efla vináttu og deila myndum á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #dagurgegneinelti. Við í Hríseyjarskóla ræddum saman um hvað er einelti og fórum síðan út og mynduðum hring í kringum skólann okkar sem tákn samstöðu og vináttu.