Dagur líkamsvirðingar

Dagur líkamsvirðingar var þann 13. mars og í tilefni þess óskaði heilsuráð eftir því að allir nemendur og starfsmenn Hríseyjarskóla myndu skrifa eitthvað jákvætt um líkama á miða og skila inn. Þátttaka var góð og einnig sköpuðust mikilvægar samræður um málefnið. Í samveru á föstudagsmorgninum voru miðarnir síðan lesnir upp og síðan hengdir upp á vegg.

 

Comments are closed.