Hádegisboð og gjöf til skólans

Í tilefni Dags íslenskrar tungu buðum við foreldrum og íbúum Hríseyjar í hádegisboð í Hríseyjarskóla. Boðið var uppá dagskrá þar sem Leikskólabörnin sungu lög, strákarnir í fjórða bekk lásu úr bókinni ,,Afi minn í sveitinni” eftir Friðrik Erlingsson, nemendur í eldri deild lásu nokkur ljóð fyrir gestina og sungin voru lög við undirleik Bjarka tónlistarkennara.

Systkinin Heimir Sigurgeirsson, Guðbjörg Sigurgeirsdóttir og Lovísa Maríu Sigurgeirsdóttir færðu okkur gjöf sem Guðlaug Elsa Jónsdóttir móðir þeirra átti og passaði vel uppá. Þetta er gömul krítartafla sem hún fékk þegar  hún byrjaði  í barnaskólanum í Hrísey. Elsa fæddist árið 1927 og bjó í Hrísey alla sína tíð.m.a Gamla-Syðstarbæjarhúsinu sem er núna hús Hákarla Jörundar,Lambhaga og Norðurvegi. Má segja að krítartaflan sé eins og Ipad í dag.

Þá var boðið var uppá blómkálssúpu og brauð að hætti matráðs og kaffi og sætan bita sem nemendur bökuðu.

Eftir matinn kvöddum við danska farkennarann og sungum ,,Danska lagið” fyrir hana. 

 

Margrét þóra. 8 bekk og Sonja Líf 9. bekk

Comments are closed.