Uppfærsla efnis á heimasíðu
Unnið hefur verið að uppfærslu efnis á heimasíðunni okkar undanfarið. Meðal þess sem hefur bæst við eru mánaðarskipulag og námsáætlanir hjá leikskóladeild og flipi fyrir föstudagspóst sem við sendum út vikulega.
Áfram verður unnið að uppfærslu efnis á vorönn og auk þess ætla nemendur í unglingadeild að skrifa fréttir af skólastarfinu, enda er alltaf nóg um að vera hjá okkur.