Skólaslit og framkvæmdir

Hríseyjarskóla var formlega slitið þann 31. maí og að venju fóru slitin fram á sal skólans. Tvær stúlkur útskrifuðust úr leikskólanum og 3 nemendur úr 10. bekk og óskum við þeim velfarnaðar á nýjum vettvangi í haust. Foreldrafélagið grillaði pylsur og bauð upp á kartöflusalat með og var stundin notaleg þrátt fyrir að tómlegt væri um að lístast.

Vegna framkvæmda hefur leikskólinn hefur verið fluttur tímabundið yfir í Hlein og sömuleiðis skrifstofa starfsfólks. Símanúmer beggja deilda eru ótengd, en hægt er að ná í skólastjóra í farsíma 891-7929 (Þórunn) og staðgengil skólastjóra í síma 694-1285 (Hrund) á milli klukkan 8 og 16 í júní.

 

 

Comments are closed.