Í ný liðinni Sudbury viku á vorönn 2021 vann Patrekur í 4. bekk skemmtilegt verkefni með aðstoð Júlíu og leikskóladeildar. Gefum Patreki Ingólfssyni orðið:
,,Í Sudbury vikunni var ég að reyna að finna verkefni til að vinna og ákvað að gera verkefni með elstu börnunum í leikskólanum. Ég ætlaði að byrja á þessu verkefni en það frestaðist mikið. Ég ákvað að búa til Lubba spil sem leikskólabörnin geta svo notað í starfinu. Ýmis vandamál komu upp við gerð spilsins en ég lærði heilmikið á því. Spilið er gert úr endurnýttum efnivið sem ég fann og ákvað að nýta t.d. plötu úr timbri, plasttöppum úr ragmagnsdósum, legokörlum, pappaboxi utan af skrúfum svo eitthvað sé nefnt“.
Elstu börnin hafa prófað að spila spilið í Lubbastund sem er tvisvar í viku. ,,Ég kenndi svo krökkunum í Lubbastund spilið og fylgdist með þeim spila en það var einmitt það sem mér fannst skemmtilegast við ferlið; að sjá þau spila. Ég bauð gestanemanda að vera með okkur sem hafði gaman af þó hann hafi ekki búið það til með okkur“.
Spilið heitir Lubbaspilið á Smábæ og er teningaspil sem gengur út á að æfa málhljóðin. Virkilega skemmtilegt verkefni sem nýtist vel í málörvunstundum á Smábæ.