100 ára fullveldis afmæli ??
Nemendur Hríseyjarskóla unnu margvísleg verkefni í tilefni af 100 ára fullveldis- afmæli Íslands. Nemendur í leikskóla bjuggu til íslenska fánann úr perlum og máluðu hann á kertakrukkur. Nemendur í 1. 2. og 4. bekk gerðu mósaíkmynd úr töppum af íslenska fánanum og Lego fána. Nemendur í 5. – 10. bekk gerðu verkefni þar sem þeir báru saman ýmislegt frá árunum 1918 og 2018, s.s. skólastarf, atvinnu, íbúafjölda og húsnæði.
Allir nemendur skólans bökuðu saman fullveldisköku sem við buðum svo upp á í Hríseyjarbúðinni. Var góð mæting og kökunni gerð góð skil.
Takk fyrir okkur!