Archive for Author admin

Dagur Leikskólans

Vöfflukaffi í leikskólanum

Fimmtudagurinn 6.febrúar 2020 var dagur leikskólans og var hann haldinn hátíðlegur hjá okkur hér í leikskóladeild Hríseyjarskóla, við buðum alla velkomna í vöfflukaffi klukkan 10:00 og var mjög ánægjulegt að sjá hvað margir gáfu sér tíma til að kíkja til okkar og fagna þessum degi með okkur. Hér var borðað og spjallað um daginn og veginn og allir nutu þess að sýna sig og sjá aðra, það er von okkar allra hér í skólanum kennara, nemenda og annars starfsfólks að allir hafi notið sín og að allir verði duglegir að gleðja okkur með nærveru sinni þennan merka dag um ókomin ár.

Takk kærlega fyrir okkur

                             Kveðja frá Hríseyjarskóla

Smábær

Leikskóli Hríseyjarskóla veturinn 2019-2020

Veturinn hjá okkur í leikskólanum fór bara nokkuð vel að stað.Við byrjuðum með tvær prinsessur þær Elektru Sól Hermannsdóttur og Bryndísi Petru Ingólfsdóttur en fljótlega bættist  sú þriðja við Maríanna Sólrós Ásgeirsdóttir, margt var brallað og mikið um útiveru þar sem farið var í fjöruferðir,göngutúra, á hátíðarsvæðið og að sjálfsögðu í gula bát. Ekki eru þær nú alltaf til í að hafa fullorðnafólkið hangandi yfir sér þar sem við skemmum yfirleitt allt en með hörðum samningaviðræðum tókst að semja um að við mættum vera á kanntinum en helst ekki að skipta okkur of mikið af. Þarna er sko hver sjálfstæðari en önnur og allar vilja þær ráða. En svo urðu prinsessurnar aftur tvær þar sem við því miður misstum eina til Reykjavíkur hana Maríönnu Sólrósu en vonum við að hún njóti sín bara líka þar eins og hún gerði hér.

 Stundum gæti maður haldið að maður væri með tvíbura á leikskólanum en ekki bara bestu vinkonur, svo mikil er vinkonuástin og ekki er nóg að eyða öllum deginum saman á leikskólanum heldur leika þær flesta daga saman eftir leikskóla líka, en hér er í skólanum er allt á fullu og allir farnir að verða annsi spenntir, það eru að koma JÓL takk fyrir, já ég sagði jól, okkur finnst nú ekki svo ýkja langt frá því að við vorum að mæta hingað eftir sumarfrí rétt eftir miðjan Ágúst . En margt að gera og nú fer að koma að jólaundirbúningi með tilheyrandi gluggamálun, skreytingum, bakstri og skreytingum á piparkökum, jólaföndri, litlu jólum og jólaballi. Við kveðjum hér frá Smábæ, leikskóladeild Hríseyjarskóla og farið varlega elskurnar í jólaösinni og hafið það sem allra best.

Með jólakveðju

Starfsfólk leikskólans og prinsessurnar tvær:O)

100 ára fullveldis afmæli 🇮🇸

Nemendur Hríseyjarskóla unnu margvísleg verkefni í tilefni af 100 ára fullveldis- afmæli Íslands. Nemendur í leikskóla bjuggu til íslenska fánann úr perlum og máluðu hann á kertakrukkur. Nemendur í 1. 2. og 4. bekk gerðu mósaíkmynd úr töppum af íslenska fánanum og Lego fána. Nemendur í 5. – 10. bekk gerðu verkefni þar sem þeir báru saman ýmislegt frá árunum 1918 og 2018, s.s. skólastarf, atvinnu, íbúafjölda og húsnæði.

Allir nemendur skólans bökuðu saman fullveldisköku sem við buðum svo upp á í Hríseyjarbúðinni. Var góð mæting og kökunni gerð góð skil.

Takk fyrir okkur!

 

 

🇮🇸 Dagur íslenskrar tungu 🇮🇸

Hríseyjarskóli bauð eyjaskeggjum brauð og súpu í tilefni dagsins. Nemendur unnu verkefni í tengslum við skýrslu sem unnin var fyrir umhverfisnefnd Akureyrar um fugla sem verpa í Hrísey 2014. Verkefnið var samþætt íslensku, náttúrufræði, myndmennt, textílmennt og upplýsingatækni. Nemendur völdu sér fugl sem þeir unnu með í hverri grein fyrir sig. Mjög góð mæting var á viðburðinn, það mættu um 55 manns og erum við mjög ánægð með áhugan á skólastarfinu og þökkum kærlega fyrir komuna. ♥️

Vél saumur og bróterí

Málað með vatnslitum

Litað með trélitum

Perlaðir fuglar Lóa, Kría og Sílamáfur

Hljóðupptökur sem nemendur unnu uppúr skýrslunum sem þau gerðu um fuglin sinn. Endilega skannið kóðann og hlustið á nemendur segja frá fuglinum sínum.

Við í Hríseyjarskóla fengum til okkar góðan gest í dag

Listakonan Amanda Maciel Antunes sem dvelur í Gamla – Skóla kom og heilsaði uppá nemendur í hreyfi-stundar tímanum í dag. Hún fékk þau með sér í skemmtilegt verkefni sem hún kallar „Exquisite Corpse„, sem er eins konar framhalds mynd. Hún skipti nemendum í 3 hópa og fékk hver hópur að teikna og lita einn part af veru sem þau fengu að ráða hvernig liti út. Afrakstur verkefnisins voru þrjár furðuverur sem við komum fyrir uppá vegg í holinu í skólanum. Nemendur skemmtu sér vel við þessa vinnu og mun hún kíkja aftur við næsta þriðjudag með nýtt verkefni. Við bíðum spennt eftir því.

Leikskóli

Skemmtileg uppákoma í leikskólanum, krakkarnir fundu könguló á gólfinu og gerðu hana að gæludýrinu sínu í ca eina klukkustund. Hún fékk að sjálfsögðu nafnið Kalli litli og vakti hún mikla lukku, hún fékk að fara í barbie, aka um á bíl. fljúga á bréfaskutlu og leika  með risaeðlunum. Hennar líf var nú ekki ýkja langt og var frekar mikil sorg þegar að hún lést……..