Útikennsla
Skólaárið fer vel af stað með hefðbundnum hætti. Skólaleikarnir voru á sínum stað með ýmsum leikjum, spurningakeppni og myndaratleik um þorpið. Nú er fyrstu lotunni lokið og var útikennsla á dagskrá ásamt sundkennslu. Eitt verkefnið í útikennslunni var að búa til myndir úr þeim efnivið sem fannst á skólalóðinni og ramma verkin inn með njóla. Nemendur unnu í pörum og höfðu frjálst val um myndefni. Hér má sjá afraksturinn.