Alþjóðlegur dagur barna

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var 30 ára í gær, 20. nóvember, og því var þessi dagur á alþjóðavísu tileinkaður réttindum barna. Í tilefni þess var farið yfir barnasáttmálann með nemendum á sal og síðan haldið nemendaþing. Nemendum var skipt þvert á aldur í fjóra hópa og fengu allir hóparnir sama spurningalistann til að ræða um og svara. Hver hópur var með hópstjóra og ritara og gaman var að sjá hversu áhugasamir allir voru við vinnuna. Að lokum hittust allir hóparnir á sal og gerðu grein fyrir sínum niðurstöðum. Í Hríseyjarskóla leggjum við mikið upp úr því að raddir barna og ungmenna heyrist og tókum því þessu verkefni fagnandi.

Comments are closed.