Barnasáttmálinn

Í síðustu viku unnu nemendur í unglingadeild verkefni um Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna. Meðal annars var tekið var fyrir hvernig við getum komið í veg fyrir aukna barnaþrælkun í heiminum og hvernig við getum gert heiminn að betri stað fyrir börn. Verkefnin voru fjölbreytt og skemmtileg, 7. bekkur skoðaði hvernig aðstæður í Hrísey eru fyrir fatlaða. Nemendur í 8. – 10. bekk kynntu sér flóttamenn og hvernig það er að vera flóttamaður á Íslandi, hvernig við erum ábyrgir neytendur og hvernig við getum tryggt það að öll börn fái þá menntun sem þau vilja og þarfnast. Í lokinn gerðu allir sjálfsmat og skiluðu til kennara. Framundan er vinna yngri deildar með Barnasáttmálann og næsta vetur heldur vinnan áfram.

Heimir, 9. bekk.

 Hér má finna allar upplýsingar um Barnasáttmálann. 

Comments are closed.