Dagur mannréttinda barna
Dagur mannréttinda barna var föstudaginn 20. nóvember og í tilefni dagsins skoðuðum við barnasáttmálann og nýja heimasíðu hans https://www.barnasattmali.is/
Nemendur gerðu einnig hárbönd sem eiga að fara til Gambíu í Afríku ásamt fötum á börnin sem saumaklúbbur hefur verið að sauma á þau. Með þessu vildum við sýna að hægt er að gera ýmislegt gagnlegt þó ekki sé um beinar peningagjafir að ræða.