Hádegisboð Hríseyjarskóla
Í tilefni af degi íslenskrar tungu var haldið hádegisboð fyrir Hríseyinga í Íþróttamiðstöðinni í dag. Nemendur buðu upp á tæknikynningu þar sem þeir kynntu hin ýmsu smáforrit og tækni sem notuð eru í náminu í Hríseyjarskóla. Einnig var Lubbi finnur málbeinið kynntur, það er kennsluaðferð sem leikskóladeildin notar í málvörun. Gestir fengu að sjá skemmtilega útfærslu af samkennslu málörvunar og forritunar og fengu að prufa. Gestum var boðið upp á súpu og brauð. Allir voru glaðir og ánægðir með daginn og við þökkum kærlega fyrir áhugasama gesti.