Hollenskir nemendur frá Vlieland heimsækja Hríseyjarskóla

Hríseyjarskóli í samstarfi við Háskólann á Akureyri tekur þátt í Erasmus+ verkefninu Island Schools/ iSHRINK. Verkefninu er ætlað að koma á tengslum eyjaskóla í Evrópu og stuðla að samstarfi þeirra á milli um nýsköpun í menntun með áherslu á viðfangsefni tengd sjálfbærni.

Þessa önn hafa nemendur í 5.-10. bekk Hríseyjarskóla unnið verkefni með nemendum úr De Jutter skólanum á hollensku eyjunni Vlieland um plastmengun í hafi. Nemendur skólanna hafa unnið verkefni undanfarnar 8 vikur í gegnum netið en í þessari viku komu 13 hollenskir nemendur auk þriggja kennara til Hríseyjar þar sem nemendur skólanna hittust, unnu saman verkefni, kynntust hvoru öðru, skoðuðu Hrísey, kepptu í íþróttum, fóru í hvalaskoðun og skemmtu sér saman.

Á sama tími komu fulltrúar úr stjórn verkefninsins frá Grikklandi og Hollandi til Íslands. Þau heimsóttu Hrísey og funduðu um framhald verkefnisins í Háskólanum á Akureyri ásamt fulltrúum frá Skotlandi og Spáni sem voru í fjarfundi.

Fjallað var um verkefnið í 10 fréttum RÚV í gærkvöldi
https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/tiufrettir/30763/9kjpeq (sjá mín 05:50)

Vefsíða verkefnisins:
https://www.islandschools.eu

Facebook síða verkefnisins:
https://www.facebook.com/islandschools

Umfjöllun um verkefnið á vef Háskólans á Akureyri:
https://www.unak.is/is/samfelagid/frettasafn/frett/ad-virkja-svaedisbundna-nyskopun-til-menntunar

 

Comments are closed.