Hreyfiátak

Hríseyjarskóli – heilslueflandi grunnskóli og Ungmennafélagið Narfi standa fyrir hreyfiátaki í Hrísey dagana 18. apríl til og með 15. maí.

Þátttakendur skrá nafn, dagsetningu ásamt tegund og tímalengd hreyfingar í þar til gert form á netinu. Leyfilegt er að skrá fleiri en eina hreyfingu á dag.

Hreyfing getur verið að ganga, skokka, hjóla, styrktaræfingar, gönguskíði eða annað.

Formið má nálgast hér sem og á hriseyjarskoli.is/hreyfiatak en fyrir þá sem óska eftir aðstoð við að skrá hreyfingu má hafa samband við Hrund í síma 694 1285.

Hvetjum við alla til að taka þátt. Vinningar verða dregnir út laugardaginn 16. maí.

Hríseyjarskóli og Ungmennafélagið Narfi

Comments are closed.