Hreyfiátakið hálfnað

Þátttaka í hreyfiátaki Hríseyjarskóla og U.M.F. Narfa hefur verið mjög góð. Skráningar eru nú komnar yfir 200 og eins og myndirnar sýna er flestir sem hreyfa sig meira en hálftíma á dag. Ganga er langvinsælasta hreyfingin en gaman er að sjá hversu fjölbreytt hreyfing er skráð.

Nú er átakið hálfnað, búið að draga út þrjá vinningshafa úr hópi þátttakenda og fleiri vinningar verða dregnir út í næstu viku og aftur þann 16. maí þegar átakinu lýkur. Við hvetjum alla til að vera duglegir að hreyfa sig og skrá sig til að komast í pottinn.


Comments are closed.