Krummaverkefni

Fyrir páska unnum við nemendur í 1. – 5. bekk  verkefni um hrafninn. Við unnum í vinnubók, ræddum saman og fræddumst um þennan fallega fugl.

Við höfum verið að fylgjast með Hrafni og Hrefnu í BYKO á Selfossi. Hrefna var með sex egg og fimm eru búin að klekjast út. Þið getið fylgst með Hrafni og Hrefnu inn á https://byko.is/krummi við hlökkum til að sjá hvort þau komi aftur að ári.

 

Um hrafninn:

Hrafninn er staðfugl og dvelur á Íslandi allt árið. Hrafninn er stór fugl, vænghafið er 120 cm til 150 cm og lengdin um 64 cm þeir eru um 1.5 kg.  Þeir gera hreiður sem er kallaður er laupur úr ýmsu drasli eins og vírum, spottum og bara nánast hverju sem er. Hrafninn verpir 4-6 eggjum sem eru grænblá.

Hrafnin getur verið  árásargjarn,  þeir  eru alætur en finnst gott að borða fitu og kjöt. 

 

Patrekur, 5. bekk og Anna Viola, 4. bekk

 

Comments are closed.