Lykilhæfni

Framundan er Sudburyvika og þar sem nemendur tengja sína vinnu við lykilhæfni þá var ákveðið að vinna með hana í dag. Allir hittust á sal og við ræddum um lykilhæfni, veltum orðinu fyrir okkur og lögðum línur að verkefninu. Síðan var skipt í þrjá hópa eftir aldri og sjálf vinnan hófst. Allir hóparnir fengu veggspjald með lykilhæfninni og vinnan fólst í að lesa, ræða um og skilgreina hvern þátt fyrir sig. Í hverjum hópi var ritari en skil voru með frjálsum hætti. Elstu nemendurnir völdu að skrifa texta og prenta, nemendur í 5. – 7. bekk völdu að gera hugtakakort í iPad og nemendur í 2. og 3. bekk völdu að skrifa á pappír og fengu síðan aðstoð við að koma textanum sínum í tövlu. Að lokum hittust allir á sal og hóparnir kynntu sínar niðurstöður. Þetta var mjög góð vinna og hengjum við verkefnin upp í stofunum og á salnum.

Comments are closed.