Niðurstöður úr könnun
Í tilefni að degi íslenskrar tungu héldu nemendur og starfsfólk Hríseyjarskóla hádegisboð í Íþróttamiðstöðinni. Dagskráin í ár var með öðru sniði en undanfarin ár en í þetta sinn var gestum boðið á tæknikynningu þar sem nemendur kynntu smáforrit sem notuð eru í kennslu við skólann. Fyrirkomulagið var þannig að nemendur höfðu valdið sér eitt smáforrit og útbjuggu kynningar og settu upp bása. Gestirnir gengu á milli bása og hlustuðu á kynningarnar, skoðuðu og fengu að prófa. Á tveggja mínútna fresti hringdi klukka og þá skiptu gestir um bása en nemendur héldu áfram að kynna sitt smáforrit fyrir næsta hóp. Kynningarnar gengu vel og stóðu allir nemendur sig vel og gaman var að sjá hve ánægðir gestirnir voru. Að loknum kynningum var gestum boðið upp á súpu að hætti Helenu og var það von okkar að allir væru saddir og sælir.
Þar sem um nýjung var að ræða var ákveðið að útbúa rafræna könnun til að meta hvernig til tókst. Gestir voru beðnir um að svara nokkrum spurningum og eins og sjá má á niðurstöðunum voru gestir ánægðir með þetta fyrirkomulag.