Niðurstöður úr svefnrannsókninni okkar

Í heilsuviku skráðu nemendur í 5. – 10. bekk svefntíma sinn í heila viku að ósk heilsuráðs. Allar tölurnar voru settar upp í töflureikni og reiknað meðaltal hvers nemanda og síðan allra saman. Flestir náðu viðmiðum Landlæknisembættisins og náðu um 8-10 tíma svefni. Við vekjum athygli á því að á aðfaranótt föstudags sváfu allir minna en vanalega því það var gistikvöldvaka og allir nemendur gistu í skólanum. Hér má sjá niðurstöðurnar, á efri töflunni er meðalsvefn allra í 5. 10. bekk en að neðan má sjá dreifinguna innan hópsins.

Comments are closed.