Krummaverkefni

Fyrir páska unnum við nemendur í 1. – 5. bekk  verkefni um hrafninn. Við unnum í vinnubók, ræddum saman og fræddumst um þennan fallega fugl.

Við höfum verið að fylgjast með Hrafni og Hrefnu í BYKO á Selfossi. Hrefna var með sex egg og fimm eru búin að klekjast út. Þið getið fylgst með Hrafni og Hrefnu inn á https://byko.is/krummi við hlökkum til að sjá hvort þau komi aftur að ári.

 

Um hrafninn:

Hrafninn er staðfugl og dvelur á Íslandi allt árið. Hrafninn er stór fugl, vænghafið er 120 cm til 150 cm og lengdin um 64 cm þeir eru um 1.5 kg.  Þeir gera hreiður sem er kallaður er laupur úr ýmsu drasli eins og vírum, spottum og bara nánast hverju sem er. Hrafninn verpir 4-6 eggjum sem eru grænblá.

Hrafnin getur verið  árásargjarn,  þeir  eru alætur en finnst gott að borða fitu og kjöt. 

 

Patrekur, 5. bekk og Anna Viola, 4. bekk

 

Barnasáttmálinn

Í síðustu viku unnu nemendur í unglingadeild verkefni um Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna. Meðal annars var tekið var fyrir hvernig við getum komið í veg fyrir aukna barnaþrælkun í heiminum og hvernig við getum gert heiminn að betri stað fyrir börn. Verkefnin voru fjölbreytt og skemmtileg, 7. bekkur skoðaði hvernig aðstæður í Hrísey eru fyrir fatlaða. Nemendur í 8. – 10. bekk kynntu sér flóttamenn og hvernig það er að vera flóttamaður á Íslandi, hvernig við erum ábyrgir neytendur og hvernig við getum tryggt það að öll börn fái þá menntun sem þau vilja og þarfnast. Í lokinn gerðu allir sjálfsmat og skiluðu til kennara. Framundan er vinna yngri deildar með Barnasáttmálann og næsta vetur heldur vinnan áfram.

Heimir, 9. bekk.

 Hér má finna allar upplýsingar um Barnasáttmálann. 

Uppfærsla efnis á heimasíðu

Unnið hefur verið að uppfærslu efnis á heimasíðunni okkar undanfarið. Meðal þess sem hefur bæst við eru mánaðarskipulag og námsáætlanir hjá leikskóladeild og flipi fyrir föstudagspóst sem við sendum út vikulega.

Áfram verður unnið að uppfærslu efnis á vorönn og auk þess ætla nemendur í unglingadeild að skrifa fréttir af skólastarfinu, enda er alltaf nóg um að vera hjá okkur.

Lestur í Hríseyjarskóla

Það margt að gerast í lestrinum hjá okkur. Alla föstudaga er einn nemandi eða starfsmaður lesari vikunnar og les fyrir alla á sal skólans. Yndislestur og Lubbastundir eru í hverri viku og Kristín Björk hefur undanfarnar vikur komið inn í skólann og hlustað á nemendur lesa á bókasafninu og færum við henni bestu þakkir fyrir frábært framtak. Læsisteymi Hríseyjarskóla hefur fundað reglulega og rætt m.a. um stöðu lesturs í nútímanum og velt vöngum yfir því hvað hægt sé að gera til þess að hvetja börn og fullorðna til þess að lesa meira og koma á bókasafnið á þriðjudögum. Við höfum rætt um læsi út frá kynjum og aldri og mikilvægi þess að að hafa fjölbreytt lesefni.

Krakkarnir hafa verið duglegir að koma með hugmyndir og á haustönn héldum við ískúlu lestrarátak fyrir alla í skólanum og grunnskólanemar lásu 6000 blaðsíður, starfsfólk las 3542 blaðsíður og leikskólinn las 11 bækur saman og skoðuðu fjöldann allan af bókum.  Í verðlaun fengu allir heimagerðar ískúlur á fullveldisdeginum þann 1. desember.

Nú í febrúar ræddu unglingarnir okkar um drengi og læsi og upp spruttu miklar umræður og framhaldinu ákvað Arnór Breki í 7. bekk að leiða lestrarákak fyrir vorönn. Verkefnið hefur vaxið og er orðið að lestraráktaki fyrir alla Hríseyinga og margir nemendur hafa komið með hugmyndir að efni og útfærslu. Lestrarátakið verður bingó og hægt verður að fá spjöld í Hríseyjarbúðinni án endurgjalds. Átakið stendur yfir frá 14. mars til 18. apríl og á sumardaginn fyrsta verða dregnir út vinningshafar. Við hvetjum alla Hríseyinga til þess að taka þátt og vera duglegir að lesa.

Læsisteymi Hríseyjarskóla

 

 

 

Gjöf frá Andey ehf

Á dögunum barst Hríseyjarskóla góð gjöf frá Andey ehf, það var glæsileg hrærivél sem notuð verður í heimilisfræði. Af því tilefni bökuðu krakkarnir í yngri deild köku handa ferjumönnum og færðu þeim. Við þökkum kærlega fyrir okkur.

Skólaþing

Skólaþing var haldið sl. fimmtudag í Hríseyjarskóla.

Við byrjuðum á sal þar sem Þórunn skýrði frá fyrirkomulaginu og skipti öllum í tvo hópa. Fjögur ungmenni voru fyrirfram búin að bjóðast til þess að vera hópstjórar og ritarar og leiddu þau hópa sína. Umræðuefnin voru að þessu sinni skólareglurnar og einkunnarorð skólans og ræddu hóparnir þessi málefni og fengu sér síðan hressingu en Helena bakaði handa okkur vöfflur. Að lokum kynntu hópstjórar og ritarar niðurstöður sinna hópa og í stuttu máli stungu báðir hópar upp á breytingum á einkunnarorðum skólans og skólareglunum.

Dagskrá þingsins var eftirfarandi:

  1. Setning
  2. Einkunnarorð og skólareglur unnið í hópum
  3. Hlé – hressing
  4. Samantekt og kynning
  5. Þingslit

Markmið þingsins var að nemendur, foreldrar, starfsfólk og aðrir áhugasamir fengju tækifæri til að ræða saman um skólann og taka þátt í að móta stefnu skólans með því að  koma hugmyndum sínum á framfæri á lýðræðislegan hátt.

Við þökkum öllum sem mættu kærlega fyrir komuna og þátttökuna. Í framhaldinu verður unnið með niðurstöður þingsins og verða þær væntanlega tilbúnar fyrir jól.  

Skólasetning

Skólasetning Hríseyjarskóla verður mánudaginn 23. ágúst kl. 11 á sal skólans. Foreldrar eru velkomnir en vegna sóttvarnaraðgerða verður 1 metra relga og foreldrar eru beðnir um að bera grímur.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 24. ágúst og að venju hefjum við skólaárið með skólaleikum.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Árshátíð Hríseyjarskóla

Verið velkomin á beint streymi frá árshátíðinni okkar laugardaginn 22. maí kl. 14:00.

Smellið hér fyrir hlekk inn á beint streymi sem hefst kl. 13:45

Miðaðverð í sal er 1.000 kr. en fyrir hvert tæki sem tengist streyminu kostar það 2.000 kr. þar sem nokkrir geta verið saman að horfa. Miðaverð rennur í ferðasjóð nemenda Hríseyjarskóla.

kt. 681088-3429
0177-05-403861
Streymi: 2.000 kr.

Góða skemmtun!

« Older Entries Recent Entries »