Sudburyvika

Í síðustu viku var Sudburyvika í Hríseyjarskóla og að vanda voru fjölbreytt verk sem nemendur völdu að vinna. Vinnan hófst á því að unnið var með lykilhæfni í hópum og var markmiðið að kafa betur í lykilhæfnina því nemendur tengja öll verkefnin sín í Sudburyvikum við lykilhæfni Menntamálastofnunnar. Undirbúningur fólst í því að hver og einn valdi verkefni, gerði drög að stundatöflu og mætti á fund með skólastjóra þar sem farið var yfir verkefnin, tilgang þeirra og undirbúning, hvernig aðstoð og aðstöðu hver og einn þyrfti. Verkefnin voru af ýmsum toga eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Dagbókarvinnan var á sínum stað eins og venjulega. Allir skrifuðu dagbók í lok hvers dags þar sem tekið var fram hvernig hvert verkefni gekk og hvað þau lærðu af því. Til að meta vinnuna í Sudburyvikunni fengu allir sent sjálfsmat til að svara og kennarar fóru yfir og gáfu síðan hverjum og einum umsögn. Ein spurningin var um það hvort nemendur vildu hafa aftur Sudburyviku og það vildu allir enda margir farnir að hugsa hvað þeir ætla að velja í Sudbury næsta haust.

Comments are closed.