Archive for 25. september, 2019

Plastlaus september

Hríseyjarskóli hefur unnið nokkur verkefni nú í september tengd plastlausum september. Við skoðuðum m.a. hvað getum við gert til að minnka notkun á plasti. Í framhaldi af því saumuðum við fjölnota ávaxta- og grænmetispoka og gáfum Hríseyjarbúðinni til notkunnar. Við saumuðum okkur einnig fjölnota samlokupoka til eigin nota.

Fjölnota samlokupokar.
Nemendur afhenda pokana í búðinni.

Útikennsla

Skólaárið fer vel af stað með hefðbundnum hætti. Skólaleikarnir voru á sínum stað með ýmsum leikjum, spurningakeppni og myndaratleik um þorpið. Nú er fyrstu lotunni lokið og var útikennsla á dagskrá ásamt sundkennslu. Eitt verkefnið í útikennslunni var að búa til myndir úr þeim efnivið sem fannst á skólalóðinni og ramma verkin inn með njóla. Nemendur unnu í pörum og höfðu frjálst val um myndefni. Hér má sjá afraksturinn.

Hundur
Eldfjall
Eldgos
Ugla
Tré