Grænfáninn í Hríseyjarskóla

Síðastliðinn föstudag 20. maí fékk Hríseyjarskóli afhentan Grænfánann í 6. skipti. Fulltrúar frá Landvernd heimsóttu skólann og afhentu okkur fánann, að þessu sinni fengum við ekki fána heldur skjöld sem festur verður á skólann. Í umsögn segir að skólastarfið sýni að unnið sé að menntun til sjálfbærni út frá mörgum vinklum og fjölmörg verkefni sem hafa verið unnin síðustu ár rýma mjög vel við grænfánastarfið.

Skólar á grænni grein, grænfánaverkefnið er alþjóðlegt umhverfismenntar verkefni sem rekið er af Landvernd á Íslandi. Markmið verkefnisins er að auka umhverfismennt, menntun til sjálfbærni og að styrkja umhverfisstefnur skóla. Verkefnið er stærsta umhverfismennta verkefni í heimi og er haldið úti af samtökum Foundation for Environmental Education.

 

Comments are closed.