Við í Hríseyjarskóla fengum til okkar góðan gest í dag

Listakonan Amanda Maciel Antunes sem dvelur í Gamla – Skóla kom og heilsaði uppá nemendur í hreyfi-stundar tímanum í dag. Hún fékk þau með sér í skemmtilegt verkefni sem hún kallar „Exquisite Corpse„, sem er eins konar framhalds mynd. Hún skipti nemendum í 3 hópa og fékk hver hópur að teikna og lita einn part af veru sem þau fengu að ráða hvernig liti út. Afrakstur verkefnisins voru þrjár furðuverur sem við komum fyrir uppá vegg í holinu í skólanum. Nemendur skemmtu sér vel við þessa vinnu og mun hún kíkja aftur við næsta þriðjudag með nýtt verkefni. Við bíðum spennt eftir því.

Comments are closed.